
Endurskoðun á skólareglum
Þessa dagana er verið að endurskoða skólareglur og viðbrögð við brotum á þeim. Skipaður var starfshópur („millifundanefnd“) með fulltrúum allra hópa í skólasamfélaginu. Þannig eru fulltrúar úr báðum nemendaráðunum, fræðslunefnd, skólaráði, báðum foreldrafélögunum, fulltrúi almenns starfsfólks, kennara og stjórnenda. Starfshópurinn er búinn að funda tvisvar og liggja nú fyrir drög að endurskoðuðum skólareglum, viðbrögðum við agabrotum og stefnu um það hvernig við viljum viðhal

Árshátíð miðstigsins
Blái hnötturinn Fimmtudaginn 20. febrúar ætla nemendur í 5.-7. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar að skemmta íbúum og fleiri áhugasömum með leik og söng. Að þessu sinni sýna nemendur leikritið Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Sýningin verður í Félagsheimilinu Klifi og hefst kl. 17:30. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir

Skólanámskrá GSnb
Nú hefur ný og endurskoðuð skólanámskrá litið dagsins ljós í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Í skólanámskrá er almenn stefnumörkun skólans með hliðsjón af lögum, reglugerðum og ákvæðum aðalnámskrár. Þá gefst í skólanámskrá kostur á að aðlaga sérstöðu hvers skóla að staðbundnum aðstæðum,auka tengsl við nærsamfélagið og gera grein fyrir hvernig þær eru nýttar til að efla nám og kennslu. Í skólanámskránni koma fram þau gildi sem skólinn byggir starf sitt á ásamt almennum upplýsingum u

100 daga hátíð
Miðvikudaginn 29. janúar héldu nemendur í 1. – 4. bekk á Hellissandi upp á að þau hafi verið hundrað daga í skólanum frá því í ágúst. Þeim var skipt í fimm hópa þar sem blandað var saman nemendum úr öllum bekkjum. Hóparnir færðust síðan milli stöðva þar sem hin ýmsu verkefni voru unnin; teiknaðar sjálfsmyndir, mælingar, crossfit, kennslupeningar og skrímsli. Öll verkefnin tengdust tölunni hundrað. Að því loknu sóttu nemendur 10 stykki af 10 mismunandi tegundum af snarli og fy