top of page

Endurskoðun á skólareglum

Þessa dagana er verið að endurskoða skólareglur og viðbrögð við brotum á þeim. Skipaður var starfshópur („millifundanefnd“) með fulltrúum allra hópa í skólasamfélaginu. Þannig eru fulltrúar úr báðum nemendaráðunum, fræðslunefnd, skólaráði, báðum foreldrafélögunum, fulltrúi almenns starfsfólks, kennara og stjórnenda. Starfshópurinn er búinn að funda tvisvar og liggja nú fyrir drög að endurskoðuðum skólareglum, viðbrögðum við agabrotum og stefnu um það hvernig við viljum viðhalda jákvæðum skólabrag. Verkefnið á sér heimasíðu þar sem leitast er við að halda utan um vinnuna. Á síðunni er hægt að nálgast drögin, slóðin á heimasíðuna er https://sites.google.com/gsnbskoli.is/gsnb/home

Stefnt er að því að stjórnir fyrrgreindra nefnda og ráða fundi 25. febrúar og fari yfir drögin, kynni þau í sínum ráðum og komi með ábendingar. Nýjar skólareglur verði svo tilbúnar á vordögum og á næsta skólaári verði unnið í þeirra anda.

Þeir sem vilja koma með ábendingar vinsamlega sendið þær til skólastjóra á netfangið hilmara@gsnb.is

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page