

Sjáðu mig
Fulltrúi Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar kíkti við í gær og færði nemendum og starfsfólki Grunnskóla Snæfellsbæjar endurskinsmerki í tengslum við átakið „Sjáðu mig“, sem er samstarfsverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sjóvá og Samgöngustofu. Landsmenn eru duglegir að hreyfa sig úti, sérstaklega núna í samkomubanninu. Gangandi og hjólandi vegfarendur sjást illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og notkun endurskinsmerkja er því nauðsynleg. Endurskinsmerkin e


Nú á Covid tímum
Nú á Covid tímum þurfum við að hlíta ströngum sóttvarnarreglum þar sem skólahúsnæðin hjá okkur eru hólfuð niður og ekki samgangur á milli hólfa. Ef skólabílar keyra ekki á milli byggðakjarna þá mæta nemendur í 1.-4. bekk sem búa á Hellissandi eða Rifi í skólann á Hellissandi, þeir sem búa í Ólafsvík mæta ekki í skólann fyrr en skólabílar fara að keyra að nýju. Þeir nemendur í 5.-10. bekk sem búa í Ólafsvík mæta í skólann í Ólafsvík, þeir sem búa á Hellissandi eða Rifi mæta ek


Breytingar á takmörkunum á skólastarfi
Þær sóttvarnareglur sem við höfum unnið eftir verða áfram en þær breytingar sem verða frá og með miðvikudeginum 18. nóvember á takmörkunum á skólastarfi vegna farsóttarinnar eru: https://sites.google.com/gsnbskoli.is/breytingar18112020/home


Nýtt fréttabréf
Skólar eru að bregðast á mjög mismunandi hátt við kröfum um sóttvarnir. Það fer eftir húsnæði og aðstöðu hvers skóla. Þær reglur sem nú gilda og við vinnum eftir eru ekki þær sömu og í vor, töluverður munur þar á - sjá nánar https://sites.google.com/gsnbskoli.is/vika46/home


„Upplifum ævintýrin saman“
Barnaheill standa fyrir símalausum sunnudegi næsta sunnudag 15. nóvember. Yfirskrift átaksins er: . Markmiðið er að vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um áhrif snjalltækja á samveru og nánd innan fjölskyldna. Snjallsímar og önnur snjalltæki eru skemmtileg og gagnleg tæki sem hafa umbylt því hvernig við eigum í samskiptum, nálgumst upplýsingar og verjum tíma okkar. Í mörgum tilvikum eru áhrif tækninnar jákvæð og sniðug en einnig hefur verið bent á skug


Nýtt fréttabréf
Þá hefur reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar litið dagsins ljós. Takmörkun á skólastarfi tekur gildi frá og með 3. nóvember 2020 og gildir til og með 17. nóvember 2020. Markmið með reglugerðinni er að tryggja að sem minnst röskun verði á skólastarfi vegna COVID-19 sjúkdómsins með ýtrustu sóttvarnarsjónarmið að leiðarljósi. Útfærslu á skólastarfinu er að finna á þessari slóð https://sites.google.com/gsnbskoli.is/frettabref211/home Ef eitthvað kann að orka tvím


Starfsdagur mánudaginn 2. nóvember
Mánudaginn 2. nóvember verður starfsdagur í skólanum norðan Heiðar. Óbreytt skólastarf verður sunnan Heiðar. Dagurinn verður nýttur til að skipuleggja skólastarfið með hliðsjón að hertum sóttvarnaráðstöfunum. Rétt er að undirstrika að reglugerð um skólastarf, sem kynnt verður seinna í dag, sunnudag byggir á reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir tekur gildi á miðvikudag, 4. nóvember. Skólarnir hafa því svigrúm á mánudag og þriðjudag til þess að aðlaga skólastarf