

COVID-19
Því miður er veiran að færast nær okkur en samkvæmt samantekt lögreglu, eru 11 skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind smit og 24 eru skráðir í sóttkví. Á Akranesi er einn í einangrun og 54 í sóttkví, í Borgarnesi eru 15 í sóttkví og einn í einangrun. Á öðrum stöðum í landshlutanum hafa ekki verið greind önnur smit en sjö eru í sóttkví í Grundarfirði og tveir í Ólafsvík. Nemendur og starfsfólk sem er með flensueinkenni (hita, beinverki, kviðverki, niðurgang, kvef o.fl.)


Dagur íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert en þar sem spáði betra veðri degi fyrr, þá plöntuðu nemendur í 6. og 9. bekk í skógræktarsvæði skólans í Mjóadal í Ólafsvík, þriðjudaginn 15. september. Plantað var 670 birkiplöntum efst í dalnum. Nemendur stóðu sig frábærlega, gengu rösklega til verks og vönduðu sig við gróðursetninguna. Forverar skólans tóku þátt í Yrkjuverkefninu frá upphafi en sjóðurinn byrjaði að kosta plöntur til skólabarna árið1992.


Sjálfsmatsskýrsla 2019-2020
Sjálfmatsskýrsla skólans fyrir síðasta skólaár er komin á heimasíðu skólans, sjá https://www.gsnb.is/sjalfsmat Tilgangurinn með sjálfsmati skóla er fyrst og fremst vera umbótamiðað, þ.e. greina stöðuna, finna hvað vel er gert og hvað má betur fara, vinna áætlun um úrbætur og hrinda henni í framkvæmd. Samkvæmt greinum 35 og 36 í Lögum um grunnskóla frá 2008, ber öllum grunnskólum að framkvæma innra mat. Tilgangur þess er að kanna hvort markmiðum skólans hefur verið náð, greina


Fréttir úr skólastarfinu
Í upphafi þessa skólaárs eru 227 nemendur skráðir í skólann í 17 bekkjardeildum og á þrem starfstöðvum. Af þessum 227 nemendum eru 122 nemendur skráðir í skólann í Ólafsvík, 80 á Hellissandi og 25 nemendur í Lýsuhólsskóla en þar af er reiknað með 8 nemendum í leikskóla. Starfsmenn skólans eru 68 talsins í mun færri stöðugildum auk skólabílstjóra en þeir eru hinir sömu og hafa verið undanfarin ár.
Við erum að upplifa mjög sérstaka tíma og erum á því stigi sem kallast hættusti