top of page

COVID-19

Því miður er veiran að færast nær okkur en samkvæmt samantekt lögreglu, eru 11 skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind

smit og 24 eru skráðir í sóttkví. Á Akranesi er einn í einangrun og 54 í sóttkví, í Borgarnesi eru 15 í sóttkví og einn í einangrun. Á öðrum stöðum í landshlutanum hafa ekki verið greind önnur smit en sjö eru í sóttkví í Grundarfirði og tveir í Ólafsvík.

Nemendur og starfsfólk sem er með flensueinkenni (hita, beinverki, kviðverki, niðurgang, kvef o.fl.) eiga ekki að mæta í skólann. Miða skal við að þeir sem hafa verið með hita skuli vera hitalaus a.m.k. einn sólarhring áður en þau snúa aftur í skólann. Á meðan þessu stendur sé fólk heima en ekki á ferðinni.

Minnum á að hver og einn sýni ábyrgð og sinni sínum einstaklingsbundnu sóttvörnum. Minnst 1 m á milli starfsmanna, handþvottur og góð loftun.

Forðumst LMN!

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page