Stóra upplestrarkeppnin 2019

15.03.2019

 

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. mars, grunnskólarnir í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ sendu þrjá fulltrúa hver til keppninnar. Þetta var notaleg stund með hátíðlegu yfirbragði og fallegum söng Rakelar Mirru Steinarsdóttur úr 10. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar og veitingar voru frá Brauðgerð Ólafsvíkur. Kvöldið var ánægjulegt og hátíðlegt í alla staði

 

Fyrir hönd Grunnskóla Snæfellsbæjar kepptu þau Allan, Emil Breki og Matthildur og stóðu þau sig með mikilli prýði, voru skýrmælt og áheyrileg. Allan Purisevic varð hlutskarpastur, í öðru sæti var Tara Kristín Bergmann úr Grunnskóla Stykkishólms og Emil Breki Hilmarsson í þriðja sæti. Óskum við þeim innilega til hamingju með frammistöðu sína sem var þeim og skólanum til mikils sóma.

 

Please reload

​Nýjar fréttir

11.06.2020

Please reload

Eldri fréttir
Please reload

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00