top of page

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2018

Sameinumst um að gera netið betra!

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2018 er í dag. Slagorð dagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu: betra net byrjar hjá þér! Eða eins og það útleggst á ensku: Create, connect and share respect: A better Internet starts with you!

Yfir 130 þjóðir um heim allan munu standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag. Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda samstarfsnetið Insafe og yfir 100 önnur lönd munu leiða saman ýmsa hagsmunaaðila til þess að vekja athygli á netinu og ræða hvernig þeir geta lagt sitt af mörkum til þess að gera netið betra.

Góðar netkveðjur með von um betra net,

SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page