top of page

Sumarlestur


Í sumar stóðu Grunnskóli Snæfellsbæjar og Bóksafn Snæfellsbæjar fyrir sumarlestri þar sem nemendur voru hvattir til lesturs yfir sumarið. Þetta er í annað árið í röð sem þessir aðilar standa sameiginlega fyrir sumarlestri, þátttakan var mun betri nú en í fyrra skiptið og er rétt að þakka þeim foreldrum fyrir að halda lestri að börnum sínum. Nemendur þurftu að skrá í lestrapésa stutta umsögn um sex bækur sem þeir lásu og skila inn í lok ágúst. Tveir nemendur voru dregni úr þeim hópi sem skiluðu lestrarpésunum, Alma Begic úr yngri deild (1.-5. bekk) og Hjörtur Sigurðsson úr eldri deild (6.-10. bekk). Fengu þau Ipada í verðlaun. Það er gríðarlega mikilvægt að nemendur lesi í fríum, s.s. jóla-, páska- og sumarfríum. Rannskóknir sýna að það taki þá nemendur sem ekki lesa yfir sumarið rúma tvo mánuði að komast á sama stað og þeir voru um vorið á meðan að þeir sem lesa yfir sumarið eru íframförum.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page