top of page

Varðliðar umhverfisins


Þann 28. apríl veitti Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, viðurkenningu fyrir bestu verkefnin sem bárust í samkeppnina Varðliðar umhverfisins. Verðlaunaafhendingin fór fram í Hannesarholti í Reykjavík en það hús lét Hannes Hafstein byggja fyrir sig árið 1915. Nemendur okkar hlutu verðlaun fyrir verkefni sem fólst í að setja upp sýningu í Salthúsinu á Malarrifi og þeim var falið af fyrrum þjóðgarðsverði, Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Efnistök voru frjáls en valið var að verkefnið segði frá lífi og störfum á svæðinu og tengdist náttúrufari, sögum og sögnum. Gestir geta, auk þess að fræðast og skoða, skrifað í gestabók, teiknað myndir og spilað fuglaspil. Ártúnsskóli í Reykjavík fékk einnig verðlaun fyrir mjög áhugavert og gagnlegt verkefni þar sem hvatt er til að draga úr plastnotkun.EndFragment

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page