top of page

Blöðrueldflaugar


Líf og fjör í 5. bekk. Í kennslustundinni í dag voru blöðrueldflaugar á fleygiferð á þremur brautum í stofunni. Það vakti mikla gleði þegar eldflaugarnar hjá hópunum komust yfir alla stofuna en það var ekki alveg sjálfsagt. Nemendur mældu hvert flug hjá blöðrunum og skráðu samviskusamlega niður lengdirnar sem náðust. Þau voru búin að læra um ýmsa krafta eins og lyftikraft, þyngaraflið og loftmótstöðu og hvernig það tengist flugi flugvéla.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page