top of page

Niðurstöður úr foreldrakönnun

Í maí svöruðu foreldrar/forráðamenn könnun um viðhorf sitt til skólastarfsins. Þetta er í fyrsta sinn sem foreldrar/forráðamenn nemenda skólans svara rafrænni könnun um skólastarfið. Könnunin byggir á könnun sem Rannsóknarkönnun Kennaraháskólans notaða við úttektir á skólum, við lok síðustu aldar. Hún er uppfærð og staðfærð af stjórnunarteymi skólans.


Þegar á heildina er litið fær skólinn og skólastarfið jákvætt mat foreldra í könnuninni. Til marks um það er m.a.

  • Hvað margir taka þátt, eða tæp 80%.

  • 87,2% svarenda hafa jákvætt eða mjög jákvætt samstarf við kennara barns þeirra

  • 78% svarenda hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til skólans.

  • Hve margir nýta sér upplýsingaveituna okkar Mentor en 92,1% fylgist með námsárangri og 85,4% fylgjast með ástundun.


Það koma fram vísbendingar um hvað má bæta en má þar nefna að:

  • Hvað stór hluti foreldar hefur ekki kynnt sér skólanámskrá skólans eða 35,4% og 40,9% höfðu ekki kynnt sér starfsáætlun.

  • 43,9% foreldra sögðust ekki hafa mætt á kynningarfundi.

  • 62,8% finnst námskynningarfundirnir vera gagnlegir.


Þeir þættir sem okkur finnst við geta bætt í starfinu eftir að hafa rýnt í niðurstöður þessara könnunar er að endurskoða þurfi námskynningarfundina að hausti. Skipulag þeirra og auglýsingu. Janframt kom fram í almennu athugasemdum ábendingar um að námsmatskerfið sem stuðst er við þurfi að skýra betur, upplýsa foreldra betur um framvindu náms nemenda og samræma vinnubrögð kennara.
Comentarios


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page