Hjólaferð í Sjávariðjuna á Rifi og plokk
Frábært að hafa hjólastígana til þess að hjóla á en veðrið hefði getað verið betra en frekar kaldt loft blés á hópinn á heimleiðinni og nokkur snjókorn féllu. Við komumst þó öll heim þreytt, köld og ánægð.
Í síðustu viku var 4. bekkur duglegur við að plokka og tókum við til hendinni á og við Sáið. Áhuginn á plokkinu var mikill hjá 4. bekk og haf þau nýtt frímínútur og frjálsan tíma til þess að fegra skólalóðina.