Hjólaferð í Sjávariðjuna á Rifi og plokk
Þann 8.maí hélt 4.bekkur ásamt kennurm sínum og skólastjóra GSNB af stað í hjólaferð og var ferðinni heitið á Rif. Þegar komið var að afleggjaranum upp að Svöðufossi skiptist hópurinn í tvennt og þeir sem treystu sér fóru að fossinum og efri hjólaleiðina inn á Rif. Þeir sem ekki treystu sér í lengri leiðina héldu beint á Rif. Þegar komið var á Rif var farið að Sjávariðjunni og tók Halldór á móti okkur og fræddi okkur um starfsemina. Afar fróðlegt var að sjá ferli sem þorskurinn fór í vinnslunni. Fyrst sáum við hvernig slægingin fór fram, afhausun og roðfletting. Við fylgdumst með því hvernig hann var snyrtur og fylgdum honum alla leið í pökkun. Nemendum fannst mjög áhugavert að fylgjast með Róbótunum sem létta ferlið mikið. Ljóst er að tækninni hefur farið mikið fram er kemur að vinnslu fiskiafurða í landi og næg verkefni framundan í þróun. Gott ef ekki leyndust einhverjir framtíðar hönnuður í hópnum sem fylgdist með þennan daginn. Eftir að hafa fræðst um starfsemina var nemendum boðið upp á svala og súkkulaði sem rann ljúft ofan í hópinn. Fiskurinn sem við fylgdumst með var veiddir á þriðjudegi (7.maí) og var væntanlegur á borðið hjá einhverjum hinu meginn í heiminum á fimmtudegi (9.maí)
Frábært að hafa hjólastígana til þess að hjóla á en veðrið hefði getað verið betra en frekar kaldt loft blés á hópinn á heimleiðinni og nokkur snjókorn féllu. Við komumst þó öll heim þreytt, köld og ánægð.
Í síðustu viku var 4. bekkur duglegur við að plokka og tókum við til hendinni á og við Sáið. Áhuginn á plokkinu var mikill hjá 4. bekk og haf þau nýtt frímínútur og frjálsan tíma til þess að fegra skólalóðina.