top of page

Skólanum færð minningargjöf um Tryggva Eðvarðs


Grunnskóla Snæfellsbæjar barst á dögunum höfðingleg gjöf. Það var Ásbjörn Óttarsson og fjölskylda hans sem færðu skólanum MakerBot Replicator 3D prentara og skanna að gjöf. Gjöfina gáfu þau í minningu Tryggva Eðvarðssonar, afa Ásbjarnar, sem hefði orðið 100 ára 12. febrúar síðastliðinn. Við afhendinguna sagði Ásbjörn að það væri greinilegt að gott starf færi fram í skólanum en núna væri þriðja kynslóð fjölskyldunnar að stunda þar nám. Vonaði hann að gjöfin myndi nýtast öllum nemendum skólans þegar fram liðu stundir og efla ánægju þeirra í leik og starfi.EndFragment

Þessi frétt birtist í Skessuhorni 7. mars 2017

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page