Jazzhrekkur
Í dag fengum við góða gesti í heimsókn til nemenda í 1.-4. bekk. Það voru þau Ingibjörg, Sunna og Leifur sem flutt spriklandi nýja jazztónlist undir yfirskriftinni Jazzhrekkur. Lögin fjölluðu um fyrirbæri tengd hrekkjavöku; drauga, nornir, afturgöngur og kóngulær. Þetta var einstaklega viðeigandi á hátíð myrkursins.
Þessi heimsókn var á vegum verkefnisins List fyrir alla, við þökkum kærlega fyrir frábæra heimsókn. Gestirnir okkar höfðu það á orði að sjaldan hefðu þau fengið eins góðar viðtökur og þátttöku nemenda í flutningnum. Hrós til okkar.
コメント