top of page

Fuglar

Nemendur á yngsta stigi Grunnskóla Snæfellsbæjar læra með ýmsum hætti um fugla í átthagafræði þar sem markmiðið er að þeir kynnist nærumhverfi sínu í gegnum upplifun og reynslu. Eitt verkefnið sem unnið er með er að kynnast fuglum í nærumhverfinu, bæði farfuglum og staðfuglum og vinna þau ýmis verkefni þar af lútandi á hverju ári í hringekju þar sem bekkirnir blandast og er skipt í hópa þvert á bekki. Einnig gefa nemendur fuglunum korn að borða í fuglahúsum sem staðsett eru á lóð skólans. Jafnframt þessu eru þau ásamt miðstigi skólans að vinna að fuglaverkefni í myndmennt. Byggt er ofan á þá reynslu og þekkingu sem þau eru komin með og unnið með fuglana í gegnum listsköpun. Þar er eitt verkefnið að móta fugla í leir. Þau velja sér fugl sem þau vilja vinna með, velta upp hvað þau vita um hann og kynna sér hann vel og byrja á að skissa fuglinn upp áður en þau móta hann í leir. Við fuglagerðina endurnýta þau efni sem fellur til í umhverfi þeirra bæði náttúrulegt og tilbúið efni svo sem trjágreinar, viðarbúta sem falla til í smíðinni, skrúfur og nagla svo fátt megi telja. Að sögn Ingu myndmenntakennara skólans njóta nemendur sín vel í þessu verkefni og finnst spennandi að vinna með sinn fugl og vera fuglarnir jafn fjölbreyttir og nemendur eru margir.


コメント


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page