top of page

ART


Þrír starfsmenn frá okkur fóru á ART námskeið í byrjun september. Í ART kennslu eru nemendum kennd jákvæð samskipti í daglega lífinu. Unnið er kerfisbundið með tiltekin atriði. Þetta er gert með umræðum, hlutverkaleikjum og ýmiss konar verkefnum. Efling siðgæðisþroska fer fram með rökræðum undir stjórn þjálfaranna út frá klípusögum þar sem koma fyrir siðferðisleg álitamál. Að baki ART er sú hugmyndafræði að reiði eða „árásahegðun“ eigi sér margvíslegar orsakir. Þrennt er þó áberandi hjá þeim sem eiga erfitt með að hemja reiði sína: slök félagsleg færni, trú á að reiðin sigri allt og/eða slakur siðgæðisþroski. Rannsóknir sýna að með því að vinna markvisst og samhliða með félagsþroskann, reiðina og siðgæðisþroskann er hægt að kenna börnum og fullorðnum að temja sér reiðilaus samskipti.

Við munum byrja á að innleiða þessi vinnubrögð í fjórða og fimmta bekk og metum svo stöðuna hvað við gerum í framhaldinu.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir