Skapandi skrif


Nú á haustdögum fengum við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, rithöfund og teiknara, í heimsókn. Hún var með námskeið um skapandi skrif fyrir nemendur í 3. – 7. bekk. Markmið námskeiðsins var að auka áhuga barna á lestri bóka og ritun. Hún fékk góð viðbrögð frá nemendum og skildi hún eftir hugleiðingar um mikilvægi lesturs fyrir nemendur sem sendar voru til foreldra á þrem tungumálum, þ.e. íslensku, pólsku og ensku.

Menntamálastofnun og Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda (SÍUNG) buðu upp á námskeiðið fyrir valda skóla á Vesturlandi.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00