Upphaf sumarlesturs
Mánudaginn 14. maí fáum við góðan gest í heimsókn. Gunnar Helgason leikari, leikstjóri og rithöfundur kemur þá og fundar með nemendum og foreldrum til að ræða um mikilvægi lesturs. Jafnframt stefnum við að því að sýna kvikmynd sem byggð er á bók hans Víti í Vestmannaeyjum. Þessi viðburður er upphaf að Sumarlestrinum sem skólinn og Bókasafn Snæfellsbæjar standa fyrir líkt og tvö síðustu sumur.
Myndin verður sýnd í félagsheimilinu Klifi kl. 15:00, aðgangseyrir er 500 kr. Sýningunni lýkur kl 16:30.
Fyrirlestur og umræður um mikilvægi lesturs verður í skólahúsnæðinu okkar í Ólafsvík, hefst kl. 17:30 og stendur til 18:30. Hvetjum alla foreldra til að mæta.