top of page

Olweusarfundir


Mikilvægur liður í öflugu skólasamfélagi er gott foreldrasamstarf og því bjóðum við ykkur til spjallfundar fimmtudaginn 15.02.

Fundur fyrir foreldra nemenda í 8.bekk kl 17:00 og fyrir foredlra nemenda í 9. bekk kl 18:00. Á fundinum verður farið yfir niðurstöður eineltiskönnunar sem gerð var í nóvember. Einnig verður farið yfir mál einstakra nemenda og gefst foreldrum kostur á að koma á framfæri atriðum er varða þeirra eigin börn. Áætlaður fundartími er 50 mínútur.

Það er mjög mikilvægt að þið, kæru foreldrar, mætið á fundinn þar sem verið er að fjalla um samskipti barna ykkar. Við leggjum á það ríka áherslu að a.m.k. einn fulltrúi mæti fyrir hönd hvers barns og óskum við eftir því að fá tilkynningu um það hver mætir. Hægt að senda tölvupóst á umsjónarkennara eða á eyglo@gsnb.is og boða komu sína.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page