top of page

"Ævintýrið sem ég upplifði í Póllandi"

Lena Barbara nemandi í fimmta bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar tók þátt í sögukeppni sem haldin er í Póllandi. Keppnin var fyrir pólsk börn sem búa erlendis og sendi hún inn söguna "Ævintýrið sem ég upplifði í Póllandi" sem var valin af dómnefnd keppninnar sem ein af bestu sögunum. Verðlaunin eru nokkurra daga ferð um Pólland ásamt viðurkenningu sem hún tekur á móti með öðrum sigurvegurum í Varsja. Auk þess tekur hún þátt ásamt systur sinni í 43. alþjóðlegu söng og danshátíðinni í Konin í Póllandi sem er ein elsta og stærsta barnahátíð í Evrópu. Þar koma fram hæfileikaríkir listamenn í söng- og danskeppnum frá ýmsum löndum. Hátíðinni líkur með varðheld og stórum tónleikum. Þær munu báðar koma fram og syngja, Lena Barbara Imgront mun syngja lagið "Rozowe okulary" og Hanna Imgront systir hennar mun syngja lagið "Valentine". Óskum við Lenu innilega til hamingju með árangurinn.



​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page