Vika6
Vikuna 5. – 9. febrúar verður unnið með samskipti og sambönd í tengslum við Viku6 sem er sjötta vika hvers árs. Starfsfólk grunnskóla er hvatt til að bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu sem hentar hverju aldursstigi.
Við munum taka þátt í þeirri viku og bjóða upp á fyrirlestur með Indíönu Rós Ægisdóttur kynfræðingi, fimmtudaginn 8. febrúar fyrir nemendur í 5. - 10.bekk.
Efnið sem unnið verður með þessa viku er fengið frá Reykjavíkurborg og hægt er að kynna sér enn frekar á eftirfarandi slóð - Vika6 - 2024 | Reykjavik
Foreldrafélag Grunnskóla Snæfellsbæjar býður upp á fyrirlestur með Indíönu Rós fyrir foreldra fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20:00 í Grunnskóla Snæfellsbæjar, Ólafsvík. Nánar auglýst síðar.
Comentários