top of page

Sumarlestur 2023 - vinningshafar


Grunnskóli Snæfellsbæjar stóð fyrir sumarlestri í sjöunda sinn í sumar. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja nemendur til lesa yfir sumartímann til að viðhalda þeirri færni sem þeir hafa náð í lestri eftir skólaárið. Nemendur voru hvattir til að velja sér lestrarefni sem höfðaði til áhugasviðs þeirra.

Það var greinilegt að margir höfðu lagt sig fram við lesturinn í sumar og hvetjum við alla til að vera með á næsta ári.

Verðlaunin að þessu sinni voru gjafabréf. Dregin voru út nöfn nemenda í tveimur aldurshópum og hlutu eftirfarandi nemendur verðlaun að þessu sinni:

Embla Rós Guðbjartsdóttir 2. KHG

Ellen Arnaldsdóttir 3. AMT

Alisa Titova 6.MS

Sara Miriam Sahib 8.b. Lýsudeild

Um leið og við óskum þeim til hamingju viljum við benda á mikilvægi lesturs og hvetjum nemendur til að vera duglegir að lesa í vetur.


Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page