top of page

Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi

30. apríl s.l. var Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi haldin í Grundarfjarðarkirkju. Allt skipulag og framkvæmd hennar var til fyrirmyndar, fyrir vikið var létt og skemmtilegt yfirbragð yfir hátíðinni.

Við viljum ítreka að öll þau sem tóku þátt eru sigurvegarar en það er mikið afrek að koma fram fyrir fullt af ókunnugu fólki.

Það voru níu þátttakendur, þrír frá hverjum skóla sem tóku .þátt. Þau voru:

1. Stykkishólmur – Ylfa Elísabet Jónsdóttir

2. Snæfellsbær – Hrefna Jónsdóttir

3. Grundarfjörður – Hans Bjarni Sigurbjörnsson

4. Stykkishólmur – Björgvin Guðmundsson

5. Snæfellsbær – Friðrika Rún Þorsteinsdóttir (2. sæti)

6. Grundarfjörður – Rakel Rós Sigurðardóttir (1. sæti)

7. Stykkishólmur- Jón Dagur Jónsson (3. sæti)

8. Snæfellsbær – Elín Una Eggertsdóttir

9. Grundarfjörður- Kjartan Jósepsson

Fyrstu þrjú sætin fengu afhent viðurkenningaskjal og peningaverðlaun frá Landsbankanum.

Til hamingju öll





​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page