Skólasetning - nýtt fréttabréf
Það er von okkar að þið hafið átt gott og gefandi sumarfrí, nemendur hafi notið sín í leik og starfi. Skólabyrjun er með líku sniði og síðasta skólaár, í skugga heimsfaraldurs sem setur okkur ákveðnar skorður í samskiptum. Við höfum staðið okkur vel fram til þessa við að aðlaga okkur að þeim reglum sem hafa gilt hverju sinni, þannig mun það vera áfram.
Í þessu fréttabréfi er farið yfir þær sóttvarnareglur sem eru í gildi, skólasetningu, kaup á ritföngum, mötuneytismál og að lokum minnt á sumarlesturinn - sjá nánar https://sites.google.com/gsnbskoli.is/1fbgsnb/home
Comments