top of page

Námsferð starfsfólks til Finnlands

Nú á haustdögum fór stór hópur starfsfólks skólans til Helsinki höfuðborgar Finnlands og kynntu sér finnska menntakerfið, heimsóttu tvo skóla, þ.e. Itäkeskuksen peruskoulu og Kantvikin koulu og fengu kynningu á hugmyndafræði sem kallast að „Sjá hið góða“. Þessi hugmyndafræði gengur út á að sjá það jákvæða í fari einstaklinga og styrkleika þeirra – við veljum okkur viðhorf til einstaklinga og ekki síst okkar sjálfra. Við getum valið að hugsa jákvætt, einbeitt okkur að styrkleikum fólks og séð tækifæri í þeim aðstæðum sem við erum hverjum sinni – það er erfitt og þarfnast þjálfunnar. Það var frábært að hefja starfið á þessu skólaári á þennan hátt, þjappaði fólki saman og fengum margar góðar hugmyndir. Næst á dagskrá er að vinna úr ferðinni, hvað við viljum taka upp og innleiða hjá okkur.







​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page