Nemendur 4. bekkjar læra um fiska og fiskverkun
- hugrune
- 13 minutes ago
- 1 min read
Nemendur í 4. bekk tóku þátt í verkefni um fiska og fiskverkun sem hluta af átthagafræðinámi sínu. Verkefnið miðaði að því að kynna fyrir nemendum helstu fisktegundir Breiðafjarðar og fiskverkun á svæðinu.
Við fengum góða gesti í heimsókn, en það voru sjómennirnir Pétur Pétursson, Styrmir Páll Sigurðarson og Jóhann Már Þórisson. Þeir komu með fjölbreyttar fisktegundir og deildu reynslu sinni af sjómennsku og veiðum. Nemendur fylgdust vel með þegar þeir krufðu fiska og útskýrðu líffræði þeirra.
Nemendur fóru einnig í vettvangsferð á hjólum til Rifs þar sem þau heimsóttu Sjávarriðjuna. Þar tóku þau Íris Ósk Jóhannsdóttir og Alexander Friðþjófur Kristinsson vel á móti hópnum. Nemendur fengu að skoða starfsemi fyrirtækisins og kynnast því hvernig fiskvinnsla fer fram. Alli sýndi nemendum einnig Fiskmarkað Íslands og útskýrði hvernig fiskmarkaðurinn virkar.



Comentários