top of page

Litla upplestrarkeppnin

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • May 16
  • 1 min read

Litla upplestrarkeppnin var haldin í fyrsta skipti miðvikudaginn 14. maí í sal skólans á Hellissandi. Markmið keppninnar er að efla framsögn og lestrarfærni nemenda. Fulltrúar skólans úr stóru upplestrarkeppninni á Snæfellsnesi komu og lásu ljóð að eigin vali.


Nemendur stóðu sig vel og gaman að sjá hvað margir voru að taka framförum í framsögn og framkomu. 

Til hamingju nemendur í 4. bekk með glæsilega frammistöðu.


Á myndinni eru nemendur sem tóku þátt ásamt umsjónarkennaranum Adela M. Turloiu.

Allir fengu viðurkenningaskjal fyrir þátttöku sína.





 
 
 

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page