top of page

Kærar þakkir

Updated: Apr 26

Síðasta vetrardag var opið hús í skólanum í framhaldi af þemadögum sem haldnir voru 22. - 24. apríl með yfirskriftinni - Látum gott af okkur leiða. Markmið þemadaganna var að vinna með einkunnarorð skólans sem eru Sjálfstæði - Metnaður - Samkennd.


Nemendur unnu fjölbreytt verkefni í tengslum við þemað, má þar nefna að borin voru út hjörtu með fallegum boðskap til íbúa Snæfellsbæjar, tekið var til hendinni í nánasta umhverfi, eldri nemendur leiðbeindu þeim yngri , farið var í heimsókn á dvalarheimilið, í leikskólana og Smiðjuna. Í heimsóknunum var sungið, spjallað og spilað.


Á opnu húsi voru seldar veitingar og munir sem nemendur framleiddu, má þar nefna óskasteina, armbönd, lyklakippur, súrdeigbrauð, salöt, bómullarskífur, bókatré, vinabönd, myllusteina, tækifæriskort, muffins, kleinur, málverk, áletraða boli, pottaleppi og taupoka svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt var boðið upp á viðburði, svo sem spákonur sem spáðu fyrir gestum, trúðar voru á ferðinni, lukkuhjól ásamt fjölda áheitaleika.


Ákveðið var í samvinnu við nemendur að styrkja Krabbameinsfélag Snæfellsness.


Við sama tækifæri fékk skólinn afhentan Grænfána í sjöunda sinn en Grænfáninn er dæmi um verkefni þar sem markmiðið er m.a. að skila jörðinni í betra ástandi en hún var þegar við tókum við henni – háleitt og göfugt markmið.


Öll vinna nemenda tókst frábærlega í alla staði. Opna húsið var mjög vel sótt og söfnuðust rúmlega 900 þúsund þennan dag en enn er tækifæri til að styrkja framtakið og leggja inn á reikning 0133-15 - 007937 og kt. 671088-5739.


Við þökkum öllum fyrir góða þátttöku og skemmtilega samveru á opnu húsi.


Nemendur og starfsfólk GSnb

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page