top of page

Góð gjöf

Updated: Mar 14

Skólinni gaf öllum börnum í 1. og 2 bekk bókina Orð eru ævintýri en bókinni er ætlað að efla málþroska barna. Bókin verður í skólanum fram á vor og nemendur þjáflaðir í nota hana á fjölbreyttan hátt en í henni eru m.a. spil. Það er von okkar að þetta framtak verði til að auka orðaforða nemenda og er í anda verkefnis sem við erum að innleiða og heitir Orð af orði eða Orðaforði. Meginmarkmið Orðs af orði er að efla orðaforða, lesskilning og námsárangur nemenda í grunnskóla. Það er gert með því að efla málumhverfið í skólanum, kenna nemendum markvissar aðferðir til að sundurgreina texta og orð, greina merkingu hugtaka, tengja saman lykilatriði, kortleggja aðalatriði og endurbirta námsefni og orð á fjölbreyttan hátt.


Hér er hægt að nálgast rafbókarútgáfu bókarinnar - https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/ord_eru_aevintyri_klb/72/







​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page