top of page

GSnb í leiðara Skessuhorns

Síðasti leiðari Skessuhorns fjallaði um samfélagið okkar í Snæfellsbæ og vangaveltur um áhrif símalaus skóla. Við erum ekki í nokkrum vafa að þetta var gæfuskref, að skólinn varð símalaus. Nemendur eru líflegri og minni truflun á einbeitingu þeirra í þeim verkefnum sem þau eru að glíma við hverju sinni.


Í tilefni þessara skrifa sendi Kristinn bæjarstjóri okkur eftirfarandi póst:

„Gaman að sjá að þessi framkvæmd vekur jákvæða athygli.

Ekki í vafa að hér var tekin rétt ákvörðun og þið eigið mikið hrós skilið fyrir hana, ákvörðun sem þessa er ekki auðvelt að taka.

Þið eigið að taka þessu hrósi og vera stolt af ykkur og ykkar góða starfi.“






​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page