Gróðursetning
- hugrune
- 5 minutes ago
- 1 min read
Nemendur í 6. og 8. bekk gróðursettu 75 græðlinga af víðisætt efst í Mjóadal, einn góðviðrisdag í vikunni. Græðlingarnir voru teknir af trjám sem söguð voru niður síðasta haust, við útikennslustofuna. Þeir voru settir í poka, grafnir í jörðu, teknir upp í vor og vatn látið renna á þá. Gróðursetningin gekk í alla staði frábærlega, nemendur nutu sín í góða veðrinu við nám og leik. Það verður áhugavert að fylgjast með hvað verður úr þessum græðlingum.


Comments