Dans
Jón Pétur Úlfljótsson danskennari hefur verið hjá okkur undanfarnar vikur, tvo daga í senn. Allir bekkir grunnskólans hafa fengið danskennslu, ýmist hver bekkur fyrir sig eða blandað saman yngri og eldri.Markmiðið er að auka samkennd nemenda, efla þau félagslega og í samskiptum við aðra. Í lokin dönsuðu svo allir bekkir saman þar sem þau elstu leiddu þau yngri og var flott að sjá hversu umhyggjusöm unglingarnir voru gagnvart þeim yngri og voru til fyrirmyndar.
コメント