top of page

9. bekkur í vísindaferð

9. bekkur í Grunnskóla Snæfellsbæjar fór í vísindaferð til Reykjavíkur á dögunum. Nemendur byrjuðu á að fara í Vísindasmiðju Háskóla Íslands þar sem þeir fengu frábærar viðtökur og leiðsögn. Þeir fengu annars vegar að prófa ýmis tæki og tól tengd eðlisfræði sem þeir hafa verið að læra í vetur og hins vegar fræðslu um þróun lífsins og stjörnufræði. Í framhaldi var farið á Hvalasafnið þar sem nemendur fengu leiðsögn og fræðslu um hvali sem hafa sést við strendur Íslands sem var bæði áhugaverð og skemmtileg. Samkvæmt núverandi námskrá skólans í átthagafræði fer 9. bekkur í hvalaskoðun á vorin og var því heimsókn á safnið bein tenging við þá ferð. Ferðinni lauk með góðri máltíð áður en haldið var heim á leið. Nemendur og starfsfólk voru ánægð eftir daginn.





​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page