top of page

Sumarlestur


Grunnskóli Snæfellsbæjar, í samstarfi við Bókasafn Snæfellsbæjar, stóðu fyrir sumarlestri 2019. Þetta er þriðja sinn sem staðið er fyrir slíku verkefni. Markmið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs, njóta góðra bóka og síðast en ekki síst til að auka færni í lestri milli skólaára. Aukning hefur orðið á þátttöku í sumarlestrinum á milli ára, að þessu sinni tóku 45 börn þátt en 30 börn skiluðu inn árið á undan. Nokkur vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu síðustu ár um lestur sem er frábært, en betur má ef duga skal. Nýr lestrarpési sem börnin fengu heim með sér í vor á eflaust sinn þátt í þessari fjölgun. Þær Margrét Gróa Helgadóttir, Hugrún Elísdóttir og Vilborg Lilja Stefánsdóttir áttu veg og vanda að þessum nýja og metnaðarfulla lestrarpésa. Vegleg verðlaun voru í boði eins og áður en dregið var úr lestrarpésunum í tveimur flokkum. Í 1. til 4. bekk var Freyja Naómí Emilsdóttir nemandi í 3. bekk dregin út, í 5. til 9. bekk var það Patrycja Stepinska nemandi í 9. bekk sem var dregin út.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page