top of page

Það styttist til jóla


Það styttist til jóla, undirbúningur hátíðarinnar er að nálgast hámark. Við í skólanum höfum leitast við að skapa lágstemmda stemningu, lagt áherslu á að njóta og stunda námið.

Stundatöflur nemenda halda sér að mestu í desember að frátöldum síðustu dögunum, 19. og 20. desember. Nemendur í 4.-10. bekk norðan heiðar enda 19. desember í félagsvist og bingó og ljúka deginum kl 13:20. Fimmtudaginn 20. desember eru haldin litlu jól á öllum starfstöðvum. Nemendur í 1.-3. bekk mæta á hefðbundnum tíma og ljúka sínum degi kl. 12:00, Skólabær er ekki opinn þennan dag. Nemendur í 4.-10. bekk mæta kl 9:00 og ljúka sínum degi kl. 11:40. Nemendur í í Lýsuhólsskóla mæta á venjulegum tíma að morgni en litlu jól og jólatónleikar tónlistarskólanemenda hefjast kl. 13:00.

ATH. Rúta fer frá Hellissandi (4. - 10.bekkur) klukkan 8:40.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page