top of page

Danskennsla


Í byrjun október var Jón Pétur Úlfljótsson danskennari í heimsókn í Grunnskóla Snæfellsbæjar norðan Fróðárheiðar, hann ásamt V. Lilju Stefánsdóttur kenndu nemendum í 1.-10. bekk dans Lagt var upp með að efla hópana á mið- og unglingastigi. Nemendum var kennt ýmist í hverjum bekk fyrir sig eða stigunum saman. Gekk þetta mjög vel og stóðu nemendur sig með mikilli prýði. Endaði danskennslan að þessu sinni svo á "danspartýi" þar sem allir nemendur 1. til 10. bekkjar hittust í íþróttahúsinu í Ólafsvík og dönsuðu saman. Bekkirnir dönsuðu tveir og tveir saman, en 1. til 3. bekkur fékk aðstoð frá elstu nemendum skólans til að dansa. Tímanum lauk svo á því að allir dönsuðu saman og gerðar voru nokkrar léttar æfingar. Foreldrar voru velkomnir í danspartýið til að fylgjast. Hafði Jón Pétur á orði að mjög gaman hefði verið að dansa með nemendum og sú danskennsla sem hefði átt sér stað í skólanum undanfarin ár greinilega að skila sér. V. Lilja Stefánsdóttir hefur undanfarin ellefu ár kennt dans í 1. til 4. bekk og hefur hver bekkur fengið 6 kennslustundi á vetri. Dansinn er mjög mikilvægur þáttur í félagslegum samskiptum allra og því er ánægjulegt að sjá hvað nemendur tóku virkan þátt í dansinum og virtust hafa gaman af.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page