top of page

Námsgögn


Sú nýbreytni var tekin upp á síðasta skólaári að skólinn lagði nemendum til gjaldfrjáls námsgögn. Þótti þessi tilraun gefa góða raun, að umgengni við ritföngin undanskildri. Við ætlum að halda þessari tilraun áfram. Námsgögnin eru í eigu skólans og nemendur þurfa eftir sem áður að mæta með skólatöskur, pennaveski, íþrótta- og sundföt. Við leggjum á það áherslu að nemendur fari vel með námsgögnin og hvetjum við þá til að nýta áfram það sem til er heima. Nemendum er að sjálfsögðu velkomið að nota sín eigin námsgögn. Það er mikilvægt að við göngum vel um eigur skólans svo við getum haldið áfram að bæta aðstöðu nemenda. Keypt þann búnað sem við óskum eftir en þurfum ekki að verja þeim peningum í viðhald á búnaði og húsnæði vegna skemmdaverka. Stöndum saman um að bæta aðstöðu nemenda í skólanum með því að ganga vel um og fara vel með eigur skólans.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page