top of page

Skólakór Snæfellsbæjar


Kóræfingar verða á MÁNUDÖGUM kl. 13:50 til 14:20 á Hellissandi fyrir nemendur í 2.-4. bekk og kl. 14:30 til 15:10 fyrir nemendur í 4.-10. bekk í Ólafsvík.

Þar sem 4. bekkur er í Ólafsvík þetta skólaárið þá geta nemendur bekkjarins valið um það hvort þau eru í kór með 2. og 3. bekk á Hellissandi eða í kór með 5. – 10. bekk í Ólafsvík. Ef þau kjósa að fara út á Hellissand þá taka þau rútuna þangað að lokinni kennslu en ef þau vilja vera í Ólafsvík þá bíða þau til kl. 14:30 á bókasafninu í Ólafsvík.

Kórinn kemur fram við ýmis tækifæri s.s. Æskulýðsmessur, Aðventuhátiðir og við höldum einnig sjálfstæða tónleika og förum í kórferðalag um vorið.

Allir nemendur í 2. – 10. bekk eru velkomnir í skólakórinn en nauðsynlegt er að skrá sig. Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku

Við hlökkum til að sjá sem flest mæta í kórinn.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page