top of page

Hreint haf

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • Feb 8, 2018
  • 1 min read

Hreint haf - ungt fólk gegn plastmengun í hafi er þróunarverkefni Landverndar og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Afrakstur verkefnisins verður námsefni um plastmengun í hafi. Umsjón með verkefninu hafa Rannveig Magnúsdóttir og Margrét Hugadóttir.

Þær Margrét og Rannveig voru á ferð hér ásamt Dominika Skwarska 9. – 10. janúar sl. þar sem þær fylgdu verkefninu úr hlaði í deildum skólans, könnuðu þekkingu nemenda á málefninu, fræddu þá og fengu hjá þeim hugmyndir eftir ýmsum leiðum. Málefnið er afar brýnt og áhugavert, nemendur stóðu sig vel og voru duglegir að taka þátt og gefa af sér til verkefnisins. Við þökkum kærlega fyrir þarft og gott innlegg í skólastarfið, sett fram á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt.

Tekið af heimasíðu Lýsuhólsskóla

 
 
 

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page