top of page

Umhverfisverkefni – Rusl á ströndum


Nemendur í 5.-10. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla hafa tvisvar í vetur tekið þátt í verkefni um rusl við strendur. Þeir hafa farið með Jóhönnu Björk Weisshappel, sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun, að hreinsa upp rusl á afmörkuðu svæði í fjöru hjá Ósakoti og tekið þátt í úrvinnslu þess, nú síðast þann 7. apríl. En hér fylgir stutt lýsing á verkefninu frá Jóhönnu Björk:

Rusl á ströndum

Umhverfisstofnun hóf að vakta rusl á ströndum hér á landi sumarið 2016 í samstarfi við sveitarfélög,

landeigendur og fleiri aðila. Fyrirfram afmarkað svæði er vaktað reglulega á hverri strönd og allt rusl flokkað, talið

og skráð í samræmi við aðferðafræði OSPAR. Megin tilgangur vöktunarinnar er að finna út hvers konar rusl

safnast fyrir á ströndum, reyna að finna uppruna þess og að fjarlægja ruslið. Um er að ræða strandir í Surtsey,

Bakkavík á Seltjarnarnesi, Búðavík á Snæfellsnesi og á Rauðasandi á sunnanverðum Vestfjörðum.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page