Upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í GSNB fór fram í gær. Nemendur 7. bekkjar stóðu sig mjög vel og greinilegt að þau hafa tileinkað sér vel handleiðslu kennara sinna. Lokahátíð keppninnar á Snæfellsnesi fer svo fram í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 23. mars kl. 18:00.

Dómurum keppninnar þótti Sunna Líf Purisevic, Sædís Rún Heiðarsdóttir og Sigurbjörn Ágúst Kjartansson skara fram úr og munu þau skipa lið GSNB á lokahátíðinni í Stykkishólmi. Næst þeim komu Alyssa Susan Eggertsdóttir og Björg Eva Elíasdóttir, þær verða varamenn liðsins.

Nemendur fluttu ljóð að eigin vali og lásu síðan kafla úr bókinni Ertu Guð afi? eftir Þorgrím Þráinsson, sem hefur verið lesefni á lokahátíðinni hjá okkur undanfarin ár.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00