top of page

Kennaranemar

Nú í febrúar verða sex kennaranemar og einn stuðningsfulltrúi í æfingakennslu hjá okkur. Þeir eru:

  • Gunnlaugur Smárason, kennaranemi á meistarastigi, verður hjá okkur 20. febrúar til 17. mars og verður hann undir handleiðslu Hugrúnar Elísdóttur.

  • Maríanna Sigurbjargardóttir, kennaranemi á meistarastigi með náttúrufræði sem aðalval, verður frá 20. febrúar til 17. mars. Æfingakennari hennar er Katrín Magnúsdóttir.

  • Leikskólakennaraneminn, Linda Rut Svansdóttir, verður frá 27. febrúar til 17. mars. Guðrún Anna Oddsdóttir er hennar æfingakennari.

  • Ása Gunnarsdóttir, kennaranemi, verður hjá okkur í fimmta bekk frá 27. febrúar til 17. mars og verður hún undir handleiðslu G. Jennýjar Sigurðardóttur.

  • Snædís Vagnsdóttir verður í æfingakennslu í fjórða bekk hjá Sóleyju Jónsdóttur frá 27. febrúar til 17. mars

  • Jófríður Magnúsdóttir, nemi í Borgarholtsskóla, kynnir sér starf stuðningsfulltrúa í öðrum bekk undir handleiðslu Kristínar Helgu Guðjónsdóttur.

Það er jákvætt fyrir skólastarfið að fá nema í starfskynningar. Það kemur ferskur blær með þeim inn í skólann og vonum við að þau hafi gagn og gaman af æfingakennslunni. Það munu fleiri koma að leiðsögn nemanna en æfingakennarnir sem eru nefndir. Vil ég þakka öllum sem koma að æfingakennslu fyrir jákvæð viðbrögð.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page