top of page

Sýning Grunnskóla Snæfellsbæjar í Perlunni

Grunnskóli Snæfellsbæjar á þátttakendur á sýningu í Perlunni, List og lífbreytileiki sem opnuð var 18.apríl og stendur til 7.maí. Átta skólar víðsvegar að landinu tóku þátt í sýningunni og nemendur úr 5.bekk norðan heiða og 3.-4.bekkur frá Lýsudeild sýndu verk sem unnin hafa verið skólaárið 2022-2023. Ferðin tókst í allan stað vel, byrjað var að fara í Perluna og skoða sýninguna ásamt öðrum sýningum sem Perlan býður upp á. Þar næst var haldið á Þjóðminjasafnið þar sem við fengum leiðsögn meðal annars um víkinga og landnám. Að lokum var endað á KFC áður en haldið var heim á leið.
Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page