top of page

Gjöf frá Kvenfélagi Ólafsvíkur

Kvenfélag Ólafsvíkur færði á dögunum Grunnskóla Snæfellsbæjar Cricut skera að gjöf. Það var Elsa Sigurbjörg Bergmundsdóttir, formaður kvenfélagsins, sem afhenti gjöfina og sagði hún við það tækifæri að kvenfélagið vonaðist til þess að skerinn myndi nýtast skólanum sem best. Með Cricut skera er hægt að skera ýmsar myndir, stafi og fleira út í ýmis efni, svo sem leður, pappír, vinyl og pappa og mun skerinn nýtast við hin ýmsu verkefni í skólanum svo sem í textíl og smíði svo eitthvað sé nefnt. Það var Hilmar Már Arason, skólastjóri sem tók við gjöfinni og vildi hann fá að koma á framfæri kæru þakklæti til félagsins.



​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page