top of page

Bókargjöf

Grunnskóli Snæfellsbæjar fékk afhenta bókargjöf um síðustu helgi þegar Brimrún Birta Friðþjófsdóttir og Viktor Ingi Guðmundsson færðu skólanum nýútkomna bók sína Gullni hringurinn sem er bráðskemmtileg og falleg íslensk myndasaga. Brimrún Birta er fædd og uppalin í Snæfellsbæ, Rifsari eing og hún segir sjálf og gekk eins og áður segir í GSNB. Skrifar hún falleg orð til skólans síns og nemenda hans inn í bókina þar sem hún segir það meðal annars heiður sinn að bókin þeirra fái að vera á bókasafninu og hvetur nemendur til þess að elta drauma sína. Hugmyndina að því að færa skólanum gjöf sagði Brimrún Birta vera komna frá Gunnhildi Kristnýju Hafsteinssyni og hjálpaði hún Brimrúnu Birtu að hafa samband við skólann og skipuleggja. Brimrún Birta og Viktor vinna bæði hjá tölvuleikjafyrirtækinu Myrkur Games, Viktor sem tónskáld og Brimrún Birta sem karakterteiknari og er þetta fyrsta myndasaga þeirra. Brimrún og Viktor eru bæði menntuð í sínu fagi. Brimrún var árið 2017-2018 í Kanada þar sem hún var á teikninámskeiði fyrir tölvuleikja gerð. Hún færði sig svo til Bretlands þar sem hún lærði “concept art” eða hugmyndateikningu árið 2018-2019. Hún var svo í starfsnámi hjá Myrkur Games og ráðin í fullt starf hjá þeim að starfsnámi loknu og tók sér því pásu frá námi vegna Covidsins. Viktor lagði stund á tónsmíðanám bæði við Listaháskóla Íslands og Berklee College of music með áherslu á kvikmynda- og tölvuleikjatónlist og hefur hann starfað sem tónskáld hjá Myrkur Games síðan árið 2019. Bókin sem gerist á Íslandi fjallar um systkinin Ágúst og Júlíu sem þurfa að ferðast Gullna hringinn til að bjarga sólinni. Eitt af því sem er svo skemmtilegt við söguna er að aftast í henni er farið yfir hvernig hún varð til þannig að lesendur fá innsýn í ferlið sem varð til þess að sagan varð til en hugmyndin að bókinni varð til fyrir mörgum árum en það var ekki fyrr en í Covidinu sem þau létu verða af því að framkvæma hana.
Comentarios


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page