top of page

Sumarlestur


Í sumar stóðu Grunnskóli Snæfellsbæjar og Bókasafn Snæfellsbæjar fyrir sumarlestri þar sem nemendur voru hvattir til lesturs yfir sumarið. Þetta er þriðja árið sem þessir aðilar standa sameiginlega fyrir sumarlestri. Þátttakan var svipuð og í fyrra, rúmir 30 nemendur tóku þátt. Rétt er að þakka þeim foreldrum fyrir að halda lestri að börnum sínum sem það gerðu. Nemendur þurftu að skrá í lestrarpésa stutta umsögn um bækur sem þeir lásu og skila inn í lok ágúst. Tveir nemendur voru dregnir úr hópi þeirra sem skiluðu lestrarpésunum, Arnar Valur Matthíasson úr yngri deild (1.-5. bekk) og Sesselja Lára Hannesdóttir úr eldri deild (6.-10. bekk). Fengu þau iPada í verðlaun.

Það er gríðarlega mikilvægt að nemendur lesi í fríum, s.s. jóla-, páska- og sumarfríum. Rannsóknir sýna að það taki þá nemendur sem ekki lesa yfir sumarið langan tíma að komast á sama stað og þeir voru um vorið í lestri á meðan þeir sem lesa yfir sumarið taka góðum framförum.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page