top of page

Danskennsla


Jón Pétur Úlfljótsson frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru mun koma til okkar nú í september og vera með danskennslu í 5.-7. bekk. Jafnframt mun hann ásamt Lilju taka nemendur á yngsta- og unglingastiginu í hópdansa. Við leggjum áherslu á að byggja á því sem fyrir er og þróa það áfram. Jón Pétur og Lilja verða saman til að byrja með í 5.-7. bekk. Eftir áramót kemur hann aftur og verður með Lilju í 1.-4. bekk að hluta.

Við funduðum með honum í síðustu viku og vorum sammála um að fara þessa leið, þ.e. að taka eitt hænuskref í einu, byggja á því sem fyrir er og þróa það áfram. Svo sjáum við til með framhaldið, bætum helst við og eignumst okkar námskrá þar sem fram kemur til hvers er ætlast í hverjum bekk.

EndFragment

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page