top of page

Starfsmannahald


Nokkrar mannabreytingar hafa átt sér stað frá síðasta skólaári. Fjórir starfsmenn hættu hjá okkur í vor, þetta voru þau Karitas Hrafns Elvarsdóttir bókasafnsvörður í Ólafsvík, Brynja Mjöll íþróttakennari (hún var í leyfi), Dagmar Atladóttir myndmenntakennari og Þiðrik Viðarsson íþróttakennari. Í sumar óskuðu svo Valgerður Ægisdóttir og Sigrún Baldursdóttir eftir leyfi frá störfum. Við erum búin að ráða í þeirra stað Fadel Abd El Mogheth Fadel íþróttakennara, Katrínu Elísdóttur verkefnastjóra stoðþjónustu, Maríönnu Sigurbjargardóttur eðlisfræðikennara, Ingiríði Harðardóttur kennara í myndmennt, Helgu Guðrúnu Sigurðardóttur kennara í hönnun og smíði, Sólveigu Bláfeld Agnarsdóttur skólaliða á Hellissandi og Íris Hrund Jónsdóttir, stuðningsfulltrúi, mun leysa Hildi Lúðvíksdóttur af fram að áramótum. Þeim sem hurfu á braut til annarra starfa eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf fyrir skólann og nýtt starfsfólk er boðið velkomið til starfa.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page