top of page

Þróunarverkefnið List og lífbreytileiki

Updated: Apr 17, 2023

5.bekkur Grunnskóla Snæfellsbæjar norðan heiða, hefur í vetur tekið þátt í þróunarverkefninu List og lífbreytileiki á vegum Náttúruminjasafns Íslands. Verkefnið hlaut styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands og taka átta skólar af landinu þátt í því. Umsjónarmenn þess eru Helga Aradóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir safnkennarar Náttúruminjasafns Íslands.

Verkefnið er samstarf Náttúruminjasafns Íslands og BIODICE (samstarfsvettfangur um lífræðilega fjölbreytni á Íslandi). Það er þverfaglegt og unnið er með breiðum og fjölbreyttum hópi listafólks og BIODICE. Markmiðið er að virkja ímyndunaraflið með þverfaglegu samstarfi vísinda og lista og eiga opinskátt samtal við nemendur um lífbreytileika og mikilvægi hans fyrir komandi kynslóðir. Að nemendur fái fræðslu og örvun til að taka þátt í skapandi samtali við leiðbeinendur sína og kynnast vinnubrögðum beggja sviða, náttúrufræða og lista.

Á haustdögum voru listakonurnar Rán Flygering og Elín Elísabet með vinnustofu fyrir nemendur sem bar nafnið, Sögur úr moldinni og var þar unnið með lífríkið og lífbreytileika í moldinn og unnu nemendur listaverk sem sýna hvað gerist ofan í moldinni.

Í framhaldi af því unnu nemendur verk sem sýna vistkerfi og fæðukeðju í ýmsa miðla, myndir, teiknimyndasögur og ljóðagerð undir leiðsögn umjónarkennara og myndmenntakennara. Lokaafurðir verkefnisins verða settar upp í stóru innsetningarverki í Dropanum, sérsýningarrými Náttúruminjasafnsins í Perlunni og verður sýnd á sama tíma og Barnamenningarhátíð í Reykjavík (18.-23. apríl 2023), sýningin mun þó standa fram í maí.

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page