Félag íslenskra myndmenntakennar í heimsókn
- hugrune
- 2 days ago
- 1 min read
Síðasta föstudag kom hópur myndmenntakennara í heimsókn til að kynna sér myndmenntakennslu og listaverk í Snæfellsbæ. Þau nutu leiðsagnar Ingu Harðardóttur myndmenntakennara og að lokinni kynningu á myndmenntakennslu við Grunnskóla Snæfellsbæjar og skoðun skólans var farið í listagöngu um Hellissand þar sem helstu listaverk voru skoðuð með innliti í Salportið hjá Steingerði og Árna, Himinbjörg/3veggi, þar sem Ragnheiður og Bjarni tóku á móti okkur, Spaghettikirkjunnar og þjóðgarðsmiðstöðvarinnar. Ferðin tókst í allan stað vel og höfðu gestirnir orð á því að það hefði komið þeim á óvart hversu blómlegt listalíf er í Snæfellsbæ og hversu mörg listaverk við eigum.

Comments